mánudagur, nóvember 25, 2002

Ég er búin að kaupa aðra jólagjöf og í þetta skiptið var það fyrir hana systur mína, sem b.t.w. var að útskrifast núna um helgina og er orðin doktor í lífefnafræði, til hamingju með það Bekka mín :)
Þegar ég var svo að leggja af stað heim aftur þá tók ég eftir því að það var næstum því dimmt og klukkan rétt orðin fjögur. Maður losnar greinilega ekki við skammdegið hér og þá fer ég bara að hugsa hvernig ætli ástandið sé á Íslandi? Einhvern vegin verður maður svo lítið var við þetta heima, allavega ekki meðvitað, maður vaknar og fer í skólann eða vinnuna í myrkri og svo fer maður heim aftur í myrkri og hefur bara ekki hugmynd um hvað það var lengi bjart úti á meðan maður var innilokaður.

Á þessum tíma eftir nákvæmlega viku þá verð ég líklegast að stíga inn um dyrnar heima á Íslandi :) ég get ekki leynt því að ég hlakka óskaplega til og ég vona að þið hlakkið líka til að fá mig aftur! Það verður svoooo gott að komast í aðeins stærra húsnæði. Núna fæ ég næstum því víðáttubrjálæði þegar ég kem í heimsókn til Þórunnar og Ladda því þau eru með heil TVÖ herbergi, þvílíkur lúxus annað herbergið er svefnherbergi og hitt er stofa og eldhús. Ég hins vegar sef í eldhúsinu eða er með eldhúsinnréttingu inní svefnherberginu...
Svo fékk ég bréf í dag frá boligdivisjonen og það á að fara hækka leiguna um 2,5%!!! ekki eins og maður sé nú þegar að borga okurleigu fyrir þessa holu sem þeir dirfast að fegra með nafninu íbúð, eins og það láti holuna virka stærri. Ástæðan er sú að orkunotkun okkar stúdenta er alveg gífurleg, rafmagn og heitt vatn er innifalið í leigunni, og vegna þess að fólk borgar svo háa leigu þá notar það eins mikið af rafmagni og vatni til að fá eitthvað fyrir leigupeninginn sem hefur nú orðið til þess að SiO ætlar að hækka leiguna en biður svo fólk um að fara spara rafmagnið og vatnið. En ég sé bara að eitt gerist, fólk fer í fýlu yfir hækkuninni og notar ennþá meira rafmagn og vatn, vítahringur...

Engin ummæli: