föstudagur, nóvember 01, 2002

Fór í verklega vefjafræði eftir hádegi í dag, það var ágætt. Svo ætlaði ég að fara í hraðbankann og taka út pening en bankinn á Íslandi vildi ekki leyfa mér að taka út neinn pening sem er ekki nógu sniðugt þar sem mig vantar pening. Ég kíkti því í heimilisbankann á netinu og þar stóð að ég ætti fullt af pening en hins vegar væri búið að taka 36.000 kr út af kortinu í dag og þá má ég ekki taka út meiri pening þann daginn. Þetta er bara bölvuð vitleysa því ég hef ekki tekið út neinn pening, er búin að setja Hildi þjónustufulltrúa í málið og vonandi kippir hún þessu í lag.
Ég er að fara til Þórunnar á eftir, Laddi er í burtu í Svíþjóð og hún er þess vegna ein heima, við ætlum að elda saman og leigja vídjó og kaupa nammi. Það verður fínnt.
Var að horfa á Hannah sem er sænskur spjallþáttur í anda Rickie Lake, þar var verið að taka fólk í make over, einn bróðir var ekki alveg sáttur við klæðaburð systur sinnar og vildi láta dressa hana upp og svo var ein svona goth-stelpa og tvær hallærislegar mömmur. Mömmurnar voru alsælar eftir make overið en stelpurnar voru bara hundfúlar og skildu ekki afhverju þær mættu ekki hafa sinn eigin stíl og ég var alveg sammála þeim, hvern anskotanum kemur bróðir mans við hvernig maður klæðir sig, reyndar fannst mér þær ekkert vera flottar en þær voru með sinn stíl, það var ekki eins og þær væru fastar í hólk víðum bolum og slitnum joggingbuxum svo mér fannst að þær mættu bara vera eins og þær voru áður.

Engin ummæli: