Tetta er nu buin ad vera vidburdarrik vika. Eg stodst korallaprofid mitt og tekki nuna 51 tegund af koral. Eg komst loksins i ad kafa og er buin ad kafa naestum tvi daglega. I fyrradag vorum vid ad aefa okkur i navigation, eg er audvitad vonlaus i tvi og tratt fyrir attavitann ta gat eg ekki synt i beina linu og akvad ad taka 4 beyjur tegar eg var ad synda i ferning tvi eg get ekki talid svona hatt i kafi. Hins vegar fann eg grimuna og snorklid sem Nick hafdi tynt i fyrstu kofunni sinni. Allt ut af tvi ad eg get ekki gert 90 grada beyjur. A leidinni nidur ta settist eg naestum tvi a 1,5 m styngskotu tvi eg var ekki ad horfa a botninn eins og madur a ad gera. Eins gott ad enda ekki eins og Steve heitinn Irwin. En vaaaa hvad skatan var stor!
Gaerdagurinn var nu rosa aevintyri og allt gerdist tad fyrir 9 um morguninn. Minn hopur var fyrsti kofunarhopurinn og for ut klukkan 7. Vid vorum ad fara i fyrsta sinn einsomul og Simon keyrdi med okkur a tiltekinn stad a batnum og beid svo eftir okkur a medan vid attum frekar leidinlega kofun. Tegar vid komum ur kafi ta vorum vid frekar grunt, 4 - 5 m dypi og oldurnar brotnudu yfir rifinu svo Simon reyndi ad flytar ser ad koma kofunargraejunum fyrir svo vid gaetum hoppad um bord. Eg hef nu att i erfidleikum med ad koma mer um bord og endar yfirleitt med tvi ad eftir 20 tilraunir ta er eg dregin upp a rassinum. I tetta skipti hentist eg bara upp i bat i fyrstu tilraun og var frekar anaegd med mig tar til eg sa a aestaeduna. Tessi lika stora alda sem hafid ytt svona vel undir rassinn a mer brotnadi yfir batinn svo hann fyltist af vatni. Rett a eftir fylgdi onnur alda. Eg sa Simon standa i mittisdjupu vatni med ausuna a lofti, radviltur tok hann jos hann tvisvar og sa svo ad tetta var ekki ad fara ganga. Kalladi til okkar og gripa vestin okkar og synda fra bordi. Ja synda tvi baturinn var bara sokkinn! Eg flaut i brutu med kofunardotid mitt og skrufadi fra loftinu og svo reyndum vid bara ad halda hopinn. Hinn baturinn sa okkur sokkva en gat ekkert gert tvi Sara sem styrir teim bat var ad bida eftir sinum kofurum. Tad var tvi ekki annad i stodunni en ad synda i land. Vid syntum i rolegheitum i att ad strondinni og Annabel kvartadi undan tvi ad vera ekki med kokteil i hond og sigarettu. Tegar vid vorum ad fara labba upp a strondina ta kom hinn baturinn og kipti dotinu upp og halfum hopnum en eg og Annabel og Sara gengum til Pez Maya. Tar voru allir ahyggjufullir tvi enginn vissi i raun hvad hafdi gerst, en vid vorum i godum fyling bara treitt eftir langt sund.
Meira i naestu viku :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Þetta hljómar spennandi! hefur þú nokkuð horft á myndina Adrift? heh heh
Skrifa ummæli