Síðasta laugardag var hinn árlegi sörubakstur kindanna og þegar 4 líffræðingar og einn læknanemi koma saman og baka þá er allt framkvæmt af vísindalegri nákvæmni. Tíminn sem tók að baka botnana var mældur með skeiðklukku, sitthvor tíminn fyrir efri og neðri plötu. Passa þarf að botnarnir séu ekki of mikið bakaðir því þá verða þeir eins og kex. Lexía síðasta árs. Mælt var nákvæmlega hversu mikið deig þyrfti í hverja köku, "3/4 úr teskeið er of mikið, reynum 1/2 skeið næst!" hrópaði Erna yfir hópinn. Svo var lagt til að tími og magn yrði skráð samviskusamlega niður fyrir næsta ár enda talið óþarfi að finna upp hjólið í hvert skipti. Passleg stærð á botni 1/2 teskeið, tími fyrir neðri plötu 4 1/2 mín, efri plata 5 mín. Það er hér með dokúmenterað. Skýr verkaskipting var í hópnum, Erna sá um að gera deigið í botnana, Ólöf hrærði í kremið, undirrituð setti deigið á plötuna, Jenný sá um ofninn. Bryndís kom svo í skemmtilegan félagskap og setti krem á kökurnar, henni finnast sörur vondar. Hún fékk 10 sörur að launum fyrir Hauk sinn, honum finnast sörur góðar. Hlynur sá um að halda á Breka.
Afrakstur þessarar færibandavinnu voru 465 sörur og slatti af auka botnum.
Erna að setja krem á botnana, passa þarf að kremið sé slétt svo súkkulaðið sitji vel á.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli