Ég var að fletta í gegnum póstana í blogginu mínu og datt niðrá einn sem ég hafði geymt. Þetta er póstur sem ég skrifaði stuttu eftir að ég hafði komið úr heimsókn til Hjördísar þegar hún bjó í Georgíufylki í Bandaríkjunum og ég bjó í Osló. Þetta er lýsing á Walmart ferð okkar.
Við erum í Walmart. Við sjáum tvær stúlkur, rúmlega tvítugar, þær labba í gegnum nærfatadeildina. Önnur er hávaxin með sítt hár, við skulum kalla hana Herdísi, hin er heldur minni með ljóst krullað hár, við skulum kalla hana Hjördísi. Þær eru að ræða um hvað þær eigi að gera íslenskt með einum bekkjarfélaga Hjördísar, Brandon, sem er í mannfræði og hefur fengið það verkefni að eyða nokkrum kvöldum með útlendingi, gera eitthvað amerískt með honum og svo á útlendingurinn að kynna sína menningu. Þeim dettur ekkert íslenskt í hug sem hægt er að gera í Carrollton. Svo virðist sem Brandon sé sjálfur hálf hugmyndasnauður um hvað hann eigi að gera amerískt með þeim, það eina sem honum hefur dottið í hug er að fara með stelpunum út að borða. "skil ekki hvernig ég gat misreiknað svona nærfataþörfina, þetta er yfirleitt eitthvað sem maður klikkar ekki á" segir Herdís og horfir skeptísk á risanærbuxur "eru hvergi svona hipsters?" Þær ganga lengra inn í nærfatahafið og koma loks auga á rekka með álitlegum nærbuxum. Herdís byrjar að leita eftir góðum nærbuxum en Hjördís horfir bara á. "Við gætum nú alltaf bara farið á fyllerí með honum, reynt við hann og sofið hjá honum, það er alveg típískt íslenskt... Allavega ef við værum á Íslandi, úh þessar eru sætar"
"já ég á svona röndóttar" svara Hjördís.
"mig langar í svona röndóttar" Herdís leitar af röndóttum en finnur ekki en allt í einu rekur hún upp gleðihróp "úhh! súpermannærbuxur! ég verð að fá mér svona!"
Hjördís horfir með öfundaraugum þegar Herdís slær eign sinni á síðasta parið og segir "það er rétt, ef hann væri á Íslandi þá myndi hann fara á glaumbar, detta í það og höstla"
Herdís velur annað nærbuxnapar og þær halda áfram leiðangri sínum í gegnum Walmart.
"komdu hingað" segir Hjördís
"hvað er þarna?"
"bara þú verður að skoða allt"
"það vantar alveg svona búð í Noregi"
Hjördís leiðir Herdísi að rekka með fullt af málverkaeftirlíkingum.
"Hérna fann ég myndirnar sem eru upp á vegg hjá mér" segir hún
"mig vantar alveg eitthvað upp á veggina í nýju íbúðinni" segir Herdís
Þær byrja að skoða myndir en Herdís á í erfiðleikum með að færa til myndirnar því hún er með fangið fullt af vörum. Hjördís tekur þvottapokabúnt og nærbuxur úr fanginu á Herdísi svo hún geti skoðað betur. "Ég held sæki bara körfu" segir Hjördís hugsi. Herdís hafði þvertekið fyrir að taka körfu þegar þær komu inn í búðina enda ætluðu þær bara aðeins að skoða. Hjördís skellir vörunum aftur í fangið á Herdísi "bíddu hér" Herdís hlýðir og heldur áfram að skoða málverk og er búin að finna nokkur sem gætu sómt sér vel upp á vegg heima hjá henni þegar Hjördís kemur askvaðandi með kerru.
"kerra? erum við að fara versla mikið?" spyr Herdís.
"Mér fannst það bara vera skynsamlegra, rakst á Kenneth vin minn, hann er svo sætur, faðmar mann alltaf, ferlega indæll!"
"já..." Herdís hendir vörunum í kerruna
"hvernig finnst þér þessi hér?" Herdís bendir á málverk
"mér finnst þessi á bakvið betri"
"mér líka, held ég taki hana bara, eigum við að finna eina í viðbót? var að pæla í þessari hér, finnst hún ferlega sæt en bara ljótur rammi"
Þær labba yfir í rekkann hinum megin og skoða ramma en finna engan. Herdís er mjög óviss með hvort hún eigi að kaupa myndina í ljóta rammanum. Eftir að hafa labbað fram og til baka og skoðað ramma, horft á myndina til skiptis þá ákveður hún að sleppa því. Stelpurnar labba svo af stað til að skoða meiri undur Walmart en skyndilega skiptir Herdís um skoðun hleypur til, sækir myndina og skellir henni í kerruna.
"eins gott að ég náði í kerru" segir Hjördís
"já mér finnst það mjög gáfulegt af þér"
Þær eru nú staddar fyrir framan rekka með ljósmyndapappír. Herdís er að hugsa um að kaupa pakka svo hún geti prentað út nokkrar ljósmyndir. Og þar sem þær standa og velta fyrir sér hinum ýmsu merkjum, gerðum og stærðum af ljómyndapappír þá kemur Kenneth labbandi og vinkona hans. Það heilsast allir og Hjördís kynnir Herdísi fyrir þeim. Þau eru að leita að gjöf fyrir strák sem vinkonan er hrifin af. Henni langar til að kaupa fyrir hann treyju af uppáhalds fótboltaspilarnanum en hefur ekki efni á því.
"ooh I know, I'll give him some candels!"
"by you saying that I just turned gay right now..." svarar Kenneth "you can't give him candels!"
"why not? candels are nice..."
Vinkonan kemur auga á þvottapokabúntið og verður yfir sig hrifin. Herdís segir henni hvar hún hafi fundið þá og vinkona leggur af stað í leiðangur. Stelpurnar segja Kenneth frá vandamálinu með Brandon og frá fylleríishugmyndinni sem myndi enda mjög vel fyrir Brandon.
"you could go to 302 it's trivial night"
"trivial night?"
"yeah, there are teams and everybody are very competitive in the beginning, but after a few beers, people start to cheat, switch teams and spy on each other. It's fun"
"well I suppose it's something american to do..." svarar Hjördís
Vinkonan kemur til baka þvottapokalaus
"you didn't find your thing?" spyr Kenneth
"no.." andvarpar vinkonan
"I just told them about trivial night"
"oh yeah it's really fun you should come"
Stelpurnar ákveða að koma sér úr Walmart áður en Herdís kaupir eitthvað meira. Þegar heim er komið hringir Hjördís í Brandon og segir honum frá trivial hugmyndinni. Honum líst vel á og þau ákveða að hittast á 302 seinna um kvöldið.
Þegar stelpurnar koma á 302 er Brandon mættur, hann er all american boy, stór og stæðilegur fótboltaspilari. Kenneth er líka þarna ásamt vinkonunni og fleira fólki. Stelpurnar setjast hjá Brandon og strák sem heitir Josh. Josh varar Herdísi við að sætaval hennar þýði það að hún verði að hlaupa með svörin. Herdís segist vona að hún geti valdið þeirri miklu ábyrgð. Hjördís hafði tekið með sér slatta af tímaritum, bæklingum og póstkortum af Íslandi og stelpurnar byrja að fræða Brandon um land og þjóð. Hann sýnir áhuga en lætur einnig í það skína að íslendingar séu kannski í meðallagi skrítnir, sérstaklega hvað snýr að jólasveinum og huldufólki.
"so do any famous people come from Iceland?" spyr Brandon
"well there is this one guy, Leifur" segir Hjördís
"and what about him?"
"he kinda found america a few hundred years before Columbus" svarar Hjördís
"well I guess that makes him pretty important..."
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli