sunnudagur, desember 10, 2006
Kórallar vikunnar
Þetta er Madracis formosa (myndirnar koma héðan). Lítið af upplýsingum að hafa. Þessi kórall vex á 30 m dýpi og dýpra, neðarlega á kóralrifjum þar sem skjól er fyrir öldugangi. Hann er yfirleitt grænn og gulur á lit en ég fann eina mynd með bleiku afbrigði. Óalgengur.
Næsti kórall er Madracis pharensis sem hefur valdið mér miklum höfuðverk (myndin er héðan) Erfit hefur verið að finna upplýsingar og þær eru misvísandi. En það sem mér hefur tekist að finna er að þessi kórall myndar litlar kólóníur utan á steinum. Hann er til í mörgum litaafbrigðum (á myndinni sést rautt afbrigði) og stundum er hann ekki með samlífisþörungi, eins og hitabeltiskórallar hafa. (Þess vegna þurfa kórallar tæran sjó og birtu til að þörungurinn í þeim nái að lifa og dafna, og ef sjórinn verður of heitur þá deyr þörungurinn og kórallinn verður hvítur). En allavega Madracis pharensis er að finna í Karabíahafinu og líka í Miðjarðarhafinu, á grunnsævi og í djúpum sjó. Aðalega samt í neðansjávarhellum þar sem hann vex á hellisveggjunum. Sumstaðar stendur að hann sé sjaldgæfur og finnist helst aðeins í hellum, annarstaðar stendur að hann sé að finna í aflíðandi hlíðum og ekkert voða sjaldgæfur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli