Ég er sko ekkert hætt með flötu kórallana enda ekki seinna vænna að læra að þekkja þessi dýr.
Agaricia lamarcki enn einn kórallinn sem er brúnleitur, þunnur, flatur og disklaga. Stórar flatar kólóníurnar geta vaxið upp í hvirfingar eða spíral eða myndað skálar. Hann þekkist helst frá öðrum flötum kóröllum á hvítum stjörnulaga doppunum. Er gulbrúnn á lit, en getur einnig verið blá-, græn- eða gráleitur. Brothættur, algengur á grunnum rifum.
Agaricia grahamae er mjög svipaður og Agaricia lamarcki nema hvað hann er ekki með hvítum doppum. Hann vex einnig í hvirfingum er ljósbrúnn eða grár. Óalgengur.
Agaricia undata myndar flatar kóloníur. Finnst á djúpum rifum, á sillum eða á botninum við vegg. Er algengastur á 25 - 45 m dýpi og getur myndað stórar breiður.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli