fimmtudagur, desember 28, 2006

Fleiri kórallar

Það er rólegt í vinnunni. Hvað er þá betra en að bæta við kóralsþekkinguna, bæði mína og annarra áður en ég hverf af landi brott.

Helioceris cucullata eða Leptoseris cucullata. Ég held að þetta sé sami kórallinn allavega fann ég enga mynd af H. cucullata og eiginlega ekkert skrifað um hann heldur, hins vegar fann ég eina síðu þar sem L. cucullata var nefnt sem annað heiti.



Leptoseris cucullata er flatur, disklaga kórall. Brúnn á lit. Frekar algengur, vex bæði á grunnum og djúpum rifum. (myndin er
héðan

Næst á lista er Agaricia fragilis. Líka flatur kórall. Kólóníur litlar og þunnir diskar sem stundum vaxa upp í spíral. Getur verið með ýmsa varíanta af brúnum lit; súkkulaðibrúnn, fjólubrúnn, grænbrúnn o.s.frv. Vex í góðu skjóli eins og undir sillum. Frekar óalgengur.



Myndirnar eru héðan

Engin ummæli: