Æ fyrst ég var nú byrjuð á Porites kóröllunum þá ákvað ég að skella inn einum í viðbót Porites astreoides (myndir héðan). Þessi algengi kórall vex út um allt rif á breiðu dýptarbili. Í lygnum sjó myndar hann kúlur en ef það er hreyfing á vatninu þá myndar hann flatari kóloníur. Kóloníurnar eru oftast frekar litlar en geta orðið allt upp í meter í þvermál. Kórallinn er yfirleitt sinnepsgulur á lit en stundum brúnleitur. Hann hefur almennt angana úti þannig að hann virkar loðinn.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli