úff ég get svo svarið það. Ég er alveg að missa mig í ferðalöngun. Ég les um einn stað sem leiðir mig yfir á annan sem ég bara verð að skoða. Ég er búin að vera skoða aðeins Egyptaland og áður en ég vissi af var ég farin velta fyrir mér ferðum til Petru í Jórdaníu og þaðan aðra staði í landinu! Eins og ég eigi bara endalaust af pening. Það eru þrjár vikur, ég endurtek, þrjár vikur þar til ég stíg upp í vél hjá bresku flugleiðum og legg af stað í reisuna miklu.
Ég vaknaði í morgun með enn eitt kvíðakastið yfir peningamálum. Fór yfir peningastöðuna í hausnum, endaði á því að draga fram tölvuna og kíkja á spjallborðið hjá einmanna hnettinum og lesa ráðleggingar um daglegt budget. Dró fram reiknivélina og sló inn nokkrar tölur. Gekk svo langt í þetta skiptið að fara inná heimabankann og fara yfir allt sem ég er búin að borga fyrir, eins og flugmiða, tryggningar, bólusetningar, vegabréfsáritun og svo stærsti kostnaðarliðurinn; "sjálfboðaliðastarfið" í Mexíkó. Komst að sömu niðurstöðu og alltaf. Ég er í ágætis málum. Ég er búin að fara í gegnum þetta ferli ansi oft. Yfirleitt þegar ég er að fara sofa, og kemst alltaf að sömu niðurstöðu. Ég er í fínum málum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli