þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Kórallar vikunnar

Já ég veit, ég veit það hefur ekki komið neinn kórall dagsins í heila viku en ég hef bara verið upptekin og eyddi helginni á Akureyri, blogga meira um þá ferð seinna. En þar sem ég er farin að dragast eftirá með kórallana þá kem ég með heilar þrjár tegundir núna sem eiga það allar sameiginegt að vera ekki kórallar!











Millepora alcicornis og Millepora complanata (myndunum stal ég héðan) eða Fire coral a engilsaxnesku

Þessir flokkast reyndar ekki sem kóraldýr (Anthozoa) heldur sem hveldýr (hydrozoa) og eru því ekki eiginlegir kórallar heldur sambýli margra hveldýrasepa sem seyta kalkgrind. Milleporina tegundir hafa styngfrumur og þvi er ekki gáfulegt að vera káfa mikið á þeim, svipað og maður á ekki að vera pota mikið í marglyttur. Maður fær víst brunatilfinningu og blöðrur ef maður snertir dýrið, hence the name. Styngfrumurnar eru notaðar til að veiða bráð og eru staðsettar í kringum fæðufrumurnar. Milleporina er gulbrún á lit og hvítnar út í enda, ef maður hættir sér nær þá sést að yfirborðið er þakið örsmáum götum og stundum sjást fínir þræðir. Milleporina vex nokkra sentimetra á mánuði og getur orðið yfir hálfur metri á hæð og breidd og myndað stórar breiður. Algeng á kóralrifum.



Stylaster roseus eða Rose lace coral á engilsaxnesku (myndinni stal ég héðan)




Eins og eldkórallinn þá er Sylasterina ekki kórall heldur hveldýr. Hins vegar stynga þeir ekki. Sylasterina er litfagur og með þykkt lag af vef utaná beinagrindinni.

Engin ummæli: