miðvikudagur, nóvember 22, 2006
Kórall dagsins
Acropora palmata eða Elkhorn coral á engilsaxnesku (myndinni stal ég héðan)
Þessi mikilvægi kórall vex í grunnum og tærum sjó (0 - 6 metra dýpi), helst þar sem er öldugangur. Stórar breiður veita því mikilvæga vörn gegn öldugangi og þar með vörn gegn strandeyðingu og setmyndum í sjó. Breiðurnar eru líka mikilvægar uppeldisstöðvar og bústaður fyrir fjöldan allan af fiskitegunum og sjávarhryggleysingja. Kórallinn einkennist af stórum og breiðum greinum. Hann er hraðvaxta og vex um 5 - 10 cm á ári og nær fullri stærð á um 10 - 12 árum. Elgs kórallinn var áður fyrr (eða síðastliðin 10.000 ár) ein helsta uppistaðan í kóralrifum á grunnsævi í Karabíahafinu og myndaði stórar breiður á ytri hluta rifanna og myndar þannig skjól fyrir innan. En síðan 1980 þá hafa sjúkdómar, hlýnun sjávar, aukin setmyndun og fellibylir tekið sinn toll og eru breiðurnar nú næstum horfnar. Kórallinn fjölgar sér aðalega með því að kóralsbrot ná að festa sig á nýjum stað og vaxa upp sem nýr kórall, þessi leið virkar vel þegar byggja þarf upp á ný eftir hitabeltisstorm en dugar illa gegn sjúkdómum. Kórallinn er nú kominn á lista yfir dýr í útrýmingarhættu.
Fyrst ég var nú byrjuð þá ákvað ég að skella þessum með Acropora prolifera (myndin er héðan) Nýlega kom í ljós með nýjustu tækni og DNA vísindum að þessi dúddi er blendingur af Acropora palmata og Acropora cervicornis (sjá hér fyrir neðan) og flokkast því ekki sem sér tegund þrátt fyrir fína tegundarheitið. Hann er ófrjór eins og múlasni, en hefur hins vegar það fram yfir múlasnann að hann getur fjölgað sér á kynlausan hátt, plús að hver einstaklingur lifir lengi, lengi. Útlit kóralsins fer eftir því hvort eggið komi frá Acropora palmata eða Acropora cervicornis (sem sagt hvor sé mamman).
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli