Acropora cervicornis (myndinni var stolið héðan) eða staghorn coral á engilsaxnesku.
Þessi kórall finnst á 0 - 30 m dýpi. Hann er algengasta uppistaðan í kóralrifjum í Karabíahafinu. Eins og sést á myndinni þá er hann greinóttur og geta greinarnar orðið yfir 2 metra á lengd. Hann er gulleitur eða fjólubrúnn á lit. Acropora cervicornis er hraðvaxta kórall og getur vaxið um 10 - 20 cm á ári. Áður fyrr var hann mjög algengur en vegna hlýnunnar og sjúkdóma þá hefur orðið mikil minkunn í stofninum og er kórallinn nú nýkominn á lista yfir dýrategundir í útrýmingarhættu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli