þriðjudagur, október 17, 2006

Mr. Darcy


Ég og Þóra höfðum langþráð Pride and prejudice maraþon á laugardagskvöldið og Nanna slóst í hópinn. Þóra hafði pantað BBC þættina af amazon fyrir lööööngu síðan, amazon og pósturinn skiptust svo á að senda pakkann á milli landa þar til Þóra fékk hann loksins í hendurnar. Planið var nú ekki að horfa á alla þættina í einu, enda þættirnir 6, hver tæplega klukkutími á lengd. En eftir að tilfinningarnar báru Mr. Darcy ofurliði og hann játaði óslökkvandi ást sína og aðdáun á Lizzy. Þvert á betri dómgreind skal ég segja ykkur. Þá var ekki aftur snúið. Þóra sagði meira að segja "Nei stelpur nú verður ekki aftur snúið! Nú verðum við að horfa á þetta til enda!". Þetta er sko stelpumynd í hæsta gæðaflokki og það voru ófá andvörpin og andköfin sem heyrðust, oftar en ekki þegar Colin Firth birtist á skjánum. Nefna má nokkur dæmi um setningar sem voru endurteknar yfir kvöldið; "Guð hvað hann gengur valdsmannlega" "Stelpur ég gæti horft á heilan þátt bara með honum að ganga" "ohh.. sjáiði augun! maður fárra orða en augun segja allt"

Já bíómyndin sem gerð var nýlega jafnast sko ekkert á við þessa þætti. Leikurinn er algjör snilld. Leikonurnar líta ekki út fyrir að verða lagðar inn á meðferðarheimili fyrir anorexíusjúklinga að kvikmyndatöku lokinni, heldur eru þær bara eðlilegar í vextinum og svo Colin Firth, Colin Firth og skyrtuatriðið fræga, þarf ég að segja meira? mmm... Colin Firth í blautri hvítri skyrtu, með rakt hárið og krullur fram á enni *andvarp*

Engin ummæli: