fimmtudagur, október 19, 2006

Ferða undirbúningur

Eftir smá pásu í undirbúningi ferðarinnar þá er núna kominn tími fyrir svona lokaundirbúning. Ég er búin að reyna fá íslensku tryggingarfélögin til að tryggja mig í ferðinni en það gekk bara engan vegin. Ekkert þeirra bauð upp á ferðatryggingu fyrir svona langa ævintýraferð, ég neyðist því til að fara glóbal og leita á erlend mið. Ég skráði mig hjá DAN europe en þeir veita köfurum stuðning um allan heim, þannig að ef ég asnast til að slasa mig á meðan ég líð um neðansjávar í karabíahafinu þá er ég tryggð. En núna vantar mig bara tryggingu á meðan ég er ofansjávar. GVI ætlar að hjálpa mér með það. Ég sendi Víetnamska og Tælenska sendiráðinu fyrirspurn um vegabréfsáritanir en þau hljóta að vera afskaplega upptekin því þau hafa ekki ennþá svarað mér. Kannski að nýja herstjórnin í Tælandi vilji ekki fá ferðamenn?

Engin ummæli: