Á svona tveggja mánaða tímabili er ég búin að fara 24 sinnum í bíó. Hvað er málið með að hafa tvær kvikmyndahátíðir í röð? Fyrri hátíðin er frekar eftirminnileg, ekki vegna gæða myndanna heldur vegna þess að á hverri einustu sýningu var eitthvað tæknilegt klúður. Það gleymdist að slökkva ljósin, það var ólag á hljóðinu eða bara ekkert hljóð, það kom enginn texti fyrr en myndin var hálfnuð, það gleymdist að draga tjöldin almennilega frá bíótjaldinu. Yfirleitt gerðist eitt af þessu eða jafnvel sambland af þáttum. Myndirnar voru líka ekkert spes, nema volver, almodovar klikkar ekki. Ég sofnaði yfir heimildarmyndinni um Enron og er því litlu nær um hvað gerðist þar. Hjördís horfði á alla myndina en var ekki mikið fróðari.
Seinni kvikmyndahátíðin var mun betri, í allt öðrum gæðaflokki. Ekkert tæknilegt klúður, flottar myndir. Hjördís svaf bara yfir einni en það var vegna þess að hún var full. Mamma kom með mér á eina og svaf yfir henni. Ég sofnaði yfir super 8 mm sýningunni hans Páls Óskars, enda komið fram yfir háttatíma hjá mér.
En ég er komin með nóg af bíóferðum í bili, bíóaði alveg yfir mig.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli