ég kúgaðist smá í dag þegar ég opnaði enn einn kúkapokann, en bara smá! Kom sjálfri mér á óvart, ég er greinilega stelpa innst inni.
Á morgun er þétt plan. Erna og Hlynur sækja mig á morgun klukkan hálf ellefu og við brunum austur fyrir fjall. Kindur og kindamakar (nema mín kindamaka sem er að fara í brúðkaup) ætla hittast klukkan korter yfir ellefu fyrir framan sundlaugina á Stokkseyri. Þaðan förum við í kajakferð. Eitthvað sem höfum ætlað að gera í heilt ár og loksins gátum við allar tekið frá helgi (nema Ólöf sem er á flakki í útlöndum). Þetta er nú mér að þakka því ég var fyrir löngu búin að skipa þeim öllum að taka þennan dag frá því ég átti að vera útskrifast. En í staðin verður ekkiútskrift minni fagnað. Eftir kakjakdugg verður farið í sund og svo borðað við fjöruborðið. Svo verður kannski kíkt á draugasafnið. Við keyrum svo öll í bæinn og Bryndís og Haukur eru búin að bjóða í grill heima hjá sér. Makan mín vill svo endilega hitta mig eftir brúðkaupsveisluna sem hún verður í, þannig að ég fer líklegast í bæinn að hitta hana.
Bara nóg að gera!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli