jæja fyrst að Hjördís er að kvarta undan bloggleysi þá verð ég víst að gera eitthvað í því. En það eru nú bara fimm lesendur að þessu bloggi held ég (Hjördís, Þóra, Bryndís, Jenný og Embla) og fyrir utan Emblu þá fá þær að vera þáttakendur í mínu lífi og fá því flest allt í beinni útsendingu, veit ekki afhverju Hjördís er að kvarta við tölum saman næstum því daglega...
En allavega ég fór í fuglaferð. Rúntaði um og taldi fugla, gekk um hóla og hæðir og taldi fugla. Gisti á Snæfellsnesinu og taldi fugla þar. Eric tók af mér mynd
Ég var vitlaus og tók ekki með mér myndavél og á því engar náttúrumyndir handa ykkur.
Svo er ég komin með vinnu. Ég verð að vinna á Keldum í sumar, verð í afleysingum á sýkladeild og bóluefnadeild, ekta svona sloppalíffræðingsvinna, samt fjölbreytt sem er gott, svo er góður starfsandi sem er ennþá betra. Búin að vera þarna í tvær vikur og líkar bara vel. Reyndar var ég með kvef í síðustu viku, og er enn að losna við það (já ég veit ég er ALLTAF VEIK). Mér fannst rosalega púkalegt að verða veik þegar ég er nýbyrjuð í vinnu, þau eru örugglega rosalega glöð að hafa ráðið mig!
Svo er ég að plana heimsreisuna mína sem ég ætla leggja í eftir áramót. Hjördís er ennþá óákveðin hvort hún komi með mér hluta úr ferð eða verði að vinna í Árbæjarskóla einn vetur í viðbót. Ég er búin að liggja á netinu og skoða sjálfboðaliðastörf og landalýsingar. Við Hjördís vorum búnar að finna alveg rosalega spennandi ferð um mið Asíu, fer í gegnum fullt af skemmtilegum löndum sem maður myndi aldrei ferðast einn til, allavega ekki ég, t.d. Aserbajian, Túrkmenistan, Úzbekistan og Kyrgyzstan. Svo var ég búin að fynna rosalega spennandi sjálfboðaliðastarf í Mexíkó þar sem maður kafar og gerir úttekt á kóralrifjum. Mig langar að gera það, og að heimsækja Túrkmenbashi uppáhalds einræðisherrann minn og svo langar mig líka að taka rúnt um Asíu og svo þarf ég auðvitað að gera ráð fyrir kindaferðinni í Rauðahafið sem er plönuð næsta sumar. Ég veit að eitthvað þarf að víkja því það er ekki séns að ég hafi efni á þessu öllu. Það er nefnilega ansi dýrt að vera sjálfboðaliði og líka dýrt að fara í ferð til mið Asíu. Hvaða tölur verða næst í Víkingalottóinu?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli