fimmtudagur, júní 15, 2006

Dulafullar sendingar

Þegar ég kom úr mat í dag voru tveir pakkar á borðinu sem átti eftir að skrá inn. Ég tek upp annan kassan og það stendur ekkert á honum um innihald þannig að ég opna hann og upp gýs stæk skítalykt, inn í kassanum vour sem sagt tveir pokar með ferskum hænsnaskít til að setja í salmonellutest og campylobactertest. Ég hljóp barasta með pokana inn í stinkskáp til að merkja þá, lyktin var svo rosaleg. Síðan snéri ég mér að næsta pappakassa sem var á borðinu, ég sá að einhver dýralæknir hafði sent hann en það stóð ekkert um innihald. Ég opna kassann varlega og sé bara brúnan pappír sem skorðaði af annan vel innpakkaðan böggul, engin beiðni. Ef ég er alveg hreinskilin þá vil ég helst vita hvað er í pökkunum sem eru sendir til okkar áður en ég opna þá, þar sem ég vinn nú einu sinni á sýkladeild þá fáum við ýmislegt sent í misjöfnu ástandi. Ég horfi á böggulinn í kassanum og hugsa með mér að það sé bara best að opna hann varlega líka svo ég sker varlega á límbandið og opna pappírinn varlega, þá loksins sé ég glitta í hvítt blað sem reyndist vera rannsóknarbeiðnin. Nú ég fer að lesa, innihald: 9 vikna chihuahua hvolpur. Jább það var dauður hvolpur í kassanum. Ég ýtti pappírnum aðeins betur í sundur og sá glitta í brúnan feld. Ég labbaði inn á labba og sagði Katrínu að það væri hvolpur í kassanum, hún hélt að ég væri að grínast. Við hringdum svo í Marieke þýska dýralækninn og báðum hana að koma og taka greyið. Það átti nefnilega að kryfja hann til að finna út afhverju litla skinnið dó.
Annars var ósköp rólegt í dag, hápunktur dagsins var þegar Ásgeir kom með nýtt útvarp, þá var gleði og hamingja.

Engin ummæli: