mánudagur, maí 22, 2006
Dúdú
Og hvað hef ég verið að gera? ekki blogga það er greinilegt. Ég var í prófum og af einhverjum undarlegum ástæðum þá helltist ekki yfir mig löngun til að blogga um það námsefni sem ég lá yfir þá stundina. Þegar ég var búin í prófum þá tók við fuglaferð. Sem sagt alla síðustu viku mætti ég niðrí Öskju klukkan átta um morgunin og svo var rúntað um Reykjavík og nágrenni til klukkan sjö um kvöldið. Nema á fimmtudag og föstudag þá vorum við á Snæfellsnesi og í gær vorum við á suðurlandi. Já ég hreinlega fuglaði yfir mig, ástandið var svo slæmt að ég skrópaði í júróvísjónpartí hjá Bryndísi í gær OG sagði pass við fríu fylleríi með Hjördísi, sofnaði klukkan ellefu og svaf til 10 í morgun. Ég skrifa meira um fuglaferðina á morgun, ég er enn að melta hana.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli