mánudagur, maí 08, 2006
jæja þá heyrði ég loksins frá Húsavíkurfólkinu viku eftir að ég hafði sagt að jú það yrði örugglega gaman að vinna þar í sumar. Kom í ljós að eftir mikla umhugsun þá vantar þeim bara ekkert líffræðing heldur jarðfræðing. Ég og Hjördís eigum því eftir að slæpast atvinnulausar um Reykjavík í sumar, nema mamma hennar láti af hótun sinni og sendi hana til Frakklands að læra frönsku, þá verð ég bara ein að slæpast. Ætli ég verði ekki að fara leita mér að vinnu þegar ég er búin í prófum. Klára núna á fimmtudaginn, veit bara ekkert hvað mig langar til að gera eða að hverju ég á að leita... *hugs*
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli