aldrei þessu vant fórum við Hjördís á tónleika síðasta mánudag. Fyrr um kvöldið mætti ég í minn fyrsta kickboxtíma eftir veikindin og ég var eins og við var að búast algjör aumingi, og ég var gjörsamlega uppgefin eftir tímann þannig að ég sagði Hjördísi að ég gæti engan vegin spilað við hana badminton og farið svo á tónleika á eftir. Hjördís var nú ekki ánægð með að ég ætlaði að sleppa badmintoninu og sýndi sjúklingnum litla samúð. Hjördís var búin að tala um að mæta snemma á tónleikana og fá sæti og sjá annan af þeim sem var að spila á undan Leaves (man ekki hvað hann heitir), ég benti henni að til að gera það þá þyrfti hún að sleppa badmintoninu. En það kom ekki til greina. Þar sem ég var aldrei þessu vant bíllaus um kvöldið þá þurfti Hjördís svona einu sinni að vera bílandi. Hún spurði þess vegna, grínlaust og háalvarleg að fyrst að ég ætlaði ekki að spila hvort ég myndi ekki nenna að horfa á hana, og hvern þann sem hún fengi með sér í badminton, spila svo hún þyrfti ekki að sækja mig eftir badmintonið, hún nennti ekki að keyra upp í Breiðholt. Þetta sagði hún eftir að hafa hringt í mig fyrr um daginn og spurt hvort hún fengi ekki far í kickbox því það væri enginn heima, ég var nú hissa á spurningunni því Hjördís fær alltaf far hjá mér í kickbox. Í rauninni kæmist hún ekki í kickboxið ef móðir mín væri ekki svona rausnarleg á bílinn sinn við mig. Allavega ég bara hváði "nenniru ekki að sækja mig?!" Og svo mynnti ég hana á öll þau skipti sem ég hafði verið á bíl þegar við værum að gera eitthvað, sem er eiginlega í öll skiptin sem við förum eitthvað.
Þegar ég var svo að skutla henni heim þá mynntist Hjördís aftur á að mæta snemma og ég benti henni aftur á að hún gæti ekki gert það og spilað badminton, hún athugaði aftur hvort ég vildi alveg ómögulega horfa á hana spila, ég held ég hafi bara gefið henni augnaráð.
Allavega Hjördís sótti mig, við komum of seint á tónleikana, ég veit ekki hvað Leaves var búin að spila lengi, við þurftum að standa. Ég þekkti eitt lag þrátt fyrir að eiga báða diskana þeirra. Allt nýja efnið þeirra hljómaði voðalega svipað en það gæti verið hljómburðurinn á Gauknum sem var skelfilegur eins og venjulega. Hápunkturinn var trommudúet hjá Arnari og Nóa.
Það er samt alltaf gaman að fara á tónleika, vildi bara að Gaukurinn gerði eitthvað til að bæta hljómburðinn hjá sér.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli