mánudagur, apríl 10, 2006

Pirringur

jæja ég er búin að vera geðvond og pirruð í tvær vikur, held þetta sé nýtt met fyrir mig. Yfirleitt er ég svo jafnlynd... þetta flokkast kannski undir það, þ.e. búin að vera jafn geðvond og pirruð í tvær vikur. Matarboð voru þemað þessa helgina. Fór svo með Hjördísi á köfunardaginn sem sportkafarafélagið hélt á laugardaginn í sundhöllinni, sat þar á sundlaugarbakkanum sundfatasamtýningi sem Hjördís kom með að heiman, hann samanstóð af doppóttu bikiníi af mömmu hennar Hjördísar og teygðum og margþvegnum blómatopp af Hjördísi, auk þess var þjóðverjafílingur hjá mér þar sem ég hafði hvorki rakað á mér leggina né hugsað um bikinílínuna í langan tíma. Ég var sem sagt mjög sexí og strákarnir í sportkafarafélaginu eru eflaust æstir í að fá mig í félagið. Ég er búin að vera ýta á Hjördísi að læra að kafa svo ég eigi köfunar böddí. Þetta hef ég gert bæði með góðu og vondu; lýst undirdjúpunum með fögrum orðum, lofað ævintýrum en einnig beitt andlegri kúgun og samviskubitameðferð. Bara svona þetta venjulega sem góð vinkona gerir. Þetta virðist vera að virka.

Held ég sé hætt við að verða hvalarannsakari í bili, held ég fari frekar til heitra landa og verði kafari þar.

Byrjaði á túr í morgun, þar með eru nokkrir dagar eftir af geðvonsku og pirringi *hnuss*

Engin ummæli: