þriðjudagur, apríl 18, 2006

Þriðjudagur

mér finnst skrítið að það skuli vera þriðjudagur, sérstaklega þar sem ég eyddi mánudeginum í þynnku og það er yfirleitt sunnudagsiðja. En á sunnudagskvöldið þá var ég að horfa á fréttirnar og þar var stanslaust verið að rifja upp rosadjömmin og dansleikina sem fóru fram á þessum degi hér í denn þegar páskarnir voru álitnir helgir og allt var lokað í 10 daga þar til á miðnætti á Páskadag þegar skemmtistaðirnir opnuðu loksins dyrnar og inn þursti skemmtanaþyrstur lýðurinn. Nú til dags hefur helgiljóminn minnkað og djammtækifærin eru fleiri. Og þar sem ég sat og horfið á fréttamennina gráta forna frægð páskadjammsins þá áttaði ég mig á því að ég sjálf hefði nú bara ekki farið út á lífið í langan tíma svo ég sendi Hjördísi sms og hún var game. Seinna um kvöldið ræddum við Hjördís í símann og fannst eitthvað hálfpúkalegt að fara bara tvær á djammið, ég hafði efasemdir um að hinar vinkonur mínar sem eru allar giftar, trúlofaðar, óléttar, erlendis, út á landi eða eitthvað sambland af fyrrnefndu væru í djammfíling, en ákvað að prófa, rámaði eitthvað í yfirlýsingar frá Ernu um að maður ætti ekki að hika við að hringja í hana þrátt fyrir að hún væri orðin "við". En það var eins og mig grunaði, bara fjölskylduboð og spilakvöld í gangi. Þóra á Akureyri þannig að lítið gagn í henni. Ég hringdi aftur í Hjördísi og spurði hvort við værum orðnar gamlar og sorglegar eða hvort vinkonurnar væru bara komnar í pakkann of snemma. Hjördís sagði að við værum bara gamlar og sorglegar. En allavega við Hjördís áttum alveg hreint ágætisdjamm, ég sagði henni frá því í gær og hún var voða þakklát fyrir að ég skildi pota henni inní leigubíl með mér, í staðin fyrir að skilja hana eftir á laugaveginum sem var reyndar mjög freystandi...

Í gær fór ég svo að kveðja barnabörnin hennar Jennýar sem hún er búin að selja. Ég borðaði þynnkuborgarann minn og litlu knúsurnar reyndu að stela af mér frönskum. Ef ég væri ekki með kisuofnæmi þá hefði ég tekið þær allar.

Engin ummæli: