Í síðustu viku (Hjördís hvaða dagur var það? ég man ekki svona langt aftur) fóru ég og Hjördís að sjá Cynic guru, við og svona 50 aðrir. Tónleikarnir voru á Nasa og það var ókeypis inn í tilefni þess að þeir voru að skrifa undir útgáfusamning í Bretlandi og Japan. Ég veit ekki afhverju það mættu svona fáir. Allavega, tónlistin sem þeir spiluðu var ekkert í líkingu við Drugs, eina lagið sem þeir hafa fengið í spilun. Lögin voru öll frekar lík og hljómuðu eins og eitthvað sem maður hefur heyrt 100 sinnum áður, á tímabili hálf leiddist mér bara. En í lokin tóku þeir Drugs og þeir ættu bara að halda sig við þann hljóm sem þeir hafa fundið þar, það var eina lagið sem var eitthvað varið í, er reyndar alveg þrusugott lag. Hitt var bara svona meh.
Annars svaf ég bara alla síðustu viku, kom engu í verk.
Á laugardaginn hringdi Erna í mig og spurði hvort ég vildi koma með henni í bolaleiðangur. Við fórum í Smáralindina og fyrst að það var Erna sem var að leita sér að einhverju þá endaði ÉG á því að kaupa mér kjól, gallabuxur og veski. Erna fann sér samt tvo boli. Hún var að leita sér að semi fínum bolum til að vera í á ráðstefnunni sem hún er að fara á í Þýskalandi, svona er fólk orðið fullorðið, fer bara til útlanda á ráðstefnur og læti. Sem mynnir mig á það, ég bloggaði ekki um merkann áfanga í ferli mínum sem vísindamanns. Ég tók nú sjálf þátt í minni fyrstu ráðstefnu í síðasta mánuði, var með veggspjald um hornsílaverkefnið mitt á raunvísindaþingi sem haldið var í Öskju. Ekki birtist nú móðir mín með myndavélina á lofti til að skrásetja þennan merka atburð, hún var nú meira bara pirruð yfir því að ég kæmi of seint að sækja hana í vinnunna.
Við Erna ræddum framapot yfir hádegismatnum á TGI Fridays í Smáralind, þetta er allt miklu meira útpælt hjá henni Ernu, ég er hinsvegar bara alveg óvart komin með nokkur atriði sem líta vel út á CV-inu, þ.e. ég hef unnið líffræðitengda vinnu, ég er að gera eigin rannsókn og hef núna tekið þátt í einni ráðstefnu. Allt áður en ég hef lokið BSc náminu. Ég áttaði mig á því að ég þjáist af vægu metnaðarleysi og af einhverjum ástæðum enda ég alltaf á því að fá svona tækifæri bara upp í hendurnar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli