þriðjudagur, mars 28, 2006

Mikið ofboðslega er ég orðin leið á þessum veikindum. Nú er ég ekki beint veik ennþá heldur bara alveg rosalega slöpp, þannig að ég er svona eins og fínu frúrnar í denn sem gengu um reirðar í lífstykkjum og liðu út af við minnsta tilefni. Nema hvað ég hef ekki liðið útaf, en verð hins vegar að hvíla mig eftir erfiði eins og að fá sér morgunmat eða fara í sturtu. Ég sem var búin að plana að fara í umræðutíma núna á eftir. Ég veit ekki hvort ég orka að sitja í strætó svona lengi, hvað þá að þurfa að labba út á stoppustöð og svo frá stoppustöðinni. Ég veit heldur ekki hvort ég gæti keyrt... ég ætti kannski bara að vera heima? En mér bara leiðist alveg rooosalega.

Ég bætti við nýjum bloggara. Þetta er Kristinn frændi minn í Danaveldi. Hann býr þar með fjölskyldunni sinni og skrifar ansi hreint sniðugt blogg og hann er líka reglulegur bloggari, ég gleymi bara alltaf að lesa það, en núna þegar ég hef bætt honum á bloggaralistann minn þá man ég kannski frekar eftir því.

Engin ummæli: