mánudagur, mars 27, 2006

horfði á St. Elmos fire í gærkvöldi, hafði aldrei séð þá frægu mynd og jáh... ég bara á ekki til orð. Ef ég hefði haft einhvern til að horfa á þessa mynd með mér þá hefði ég haft ýmislegt um hana á segja. Ok það sem fór mest fyrir brjóstið á henni siðprúðu minni var lauslætið hjá karlkynskarakterum myndarinnar og hvernig allt framhjáhaldið var bara talið allt í lagi og hvernig kærustur og eiginkonur bara fyrirgáfu það og vinkonurnar sem vildu fá að vera ein af mörgum. Og svo var Demi Moore skömmuð fyrir að vera viðhald! Bjakk. Hvað varð annars um Demi? Hef ekki séð hana í neinu lengi.

Engin ummæli: