sunnudagur, mars 19, 2006

mér leiðist

Ég gúglaði sjálfri mér, Herdís Valsdóttir og það fyrsta sem kom er Flickr myndasíðan mín, og svo er víst einhver Herdís Valsdóttir á Dalvík. Ég er nú ekkert sátt við það... verð að hugga mig við að það er engin sem heitir Herdís Unnur Valsdóttir nema ég, og ef það er gúglað þá kemur upp abstraktið mitt um hornsílin frá raunvísindaþinginu og svo ifaw síða. Hins vegar kemur bloggið mitt ekki fyrr en löngu seinna. Nema örugglega núna... úff meira að segja þetta blogg er leiðinlegt. Jæja héðan í frá ætti ekki að vera erfitt að hafa upp á mér á netinu og fræðast um alla mína hagi.

Engin ummæli: