fimmtudagur, mars 23, 2006

annar í veikindum. Mjög spennandi og viðburðarríkur dagur. Ég svaf og svo lagði ég mig aðeins, svo var ég komin með hungurverki án þess að langa í nokkuð svo ég skreiddist fram úr og hitaði mér núðlusúpu. Og það mikla verk að setja vatn í skál og horfa á örbylgjuofninn í 3 mínútur sitjandi við eldhúsborðið fór alveg með mig þannig að ég varð að leggjast niður og hvíla mig aðeins áður en ég gat borðað helminginn af núðlunum. Svo horfði ég á The Butterfly effect, í annað sinn, þá var komið að því að leggja sig aðeins. Móðir mín kom heim og hélt sig í öruggri fjarlægð frá veikri dótturinni. Horfði á american idol, ég held með Chris og Kat. Færði mig fram í stofu, horfði á sjónvarpið. Sem betur fer á ég rafmagnstannbursta þannig að ég hef ekki þurft að ofreyna mig í þeirri deild. Mér líður samt aðeins betur en í gær, hitinn hefur minnkað þannig að ég get horft á eitthvað. Í gær lá ég bara í móki, það krafðist of mikillar einbeitingar að horfa á eitthvað í sjónvarpinu eða tölvunni.
Ég held ég verði samt löglega afsökuð frá fuglaskoðuninni sem á að vera núna á laugardaginn.

Engin ummæli: