Ég fann í gær að ég væri að verða veik en í stað þess að sætta mig bara við það eins og venjulega þá ákvað ég að prófa íslensku leiðina, ákveða að ég væri ekkert veik, algjör afneitun. Þannig að ég mætti í kickbox með hausverk og hósta og þrælaði mér í gegnum einhvern þann erfiðasta tíma sem hefur verið hingað til, m.a.s. Hjördís svitnaði í fyrsta skiptið á ævinni. Og svo var það badminton og eftir að hafa tekið íbúfen þá var ég fín, til í slaginn. Hjördís var að passa fyrir systur sína svo Geiri tók Pétur með, en Hjalti var á einhverjum fundi þannig að við vorum bara þrjú. Ég og Pétur á móti Geira og þetta var bara djók. Pétur að spila badminton í held ég annað skiptið á ævinni, farið að svífa á mig af íbúfeninu og ég var örugglega komin með hita. Endaði með því að ég skaut kúlunni í hausinn á meðspilara mínum. Við Pétur tókum svo einn leik og ég mátti bara hafa mig alla við að tapa ekki fyrir byrjandanum, það var mér reyndar um megn að telja stigin, Pétur stöðvaði mig í miðri uppgjöf til að láta mig vita að ég væri búin að vinna "vann ég?" spurði ég brosandi með hitaslykju í augunum "jei!"
Ég vaknaði svo í morgun með 39,3 stig, þessi afneitunarleið virkar bara ekki neitt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli