miðvikudagur, desember 07, 2005

prófalesturinn hafinn. Efni undanfarna daga hefur verið sjávarhryggleysingjar (rækjur, marflær, ígulker o.s.frv.) Það er reyndar síðasta prófið sem ég fer í en þar sem ég mun ekki hafa tíma til að lesa fyrir það seinna þá verð ég bara að taka þetta með hörkunni núna, setja svo eyrnatappa í eyrun svo öll fræðin leki ekki út. Þegar ég fór yfir glósurnar mínar úr tímum þá sá ég hvað ég hafði mætt skammarlega sjaldan, þetta gerist þegar fyrirlestur er klukkan átta morgnanna. Mér er gjörsamlega fyrirmunað að vakna svo snemma.
Fyrsta prófíð sem ég fer í er núna á mánudaginn, vistfræði spendýra. Ég leit yfir gömul próf og sá að ég gæti alveg mætt ólesin í próf og náð, myndi ekki fá góða einkun en ég myndi öruggleg ná. Ástæðan: jú ég mætti í tíma! Það er bara þannig með mig að ef ég mæti í tíma, hef áhuga á því sem fer fram og glósa þá bara límist vitneskjan í heilann á mér. Og það er ástæðan fyrir því að í byrjun hverrar annar þá ætla ég að vera voða dugleg að mæta í tíma því þá er svo auðvelt að læra fyrir próf. Það er allavega það sem ég ætla að gera. En það sem ég geri... eins og ég benti á áðan, mér er gjörsamlega fyrirmunað að vakna svona snemma...

Jæja best að halda áfram að lesa um kynlíf holothuroidea (sæbjúga). Jájá rómantíkin í hafdjúpunum getur fengið köldustu hjörtu til að slá hraðar.

Engin ummæli: