fimmtudagur, desember 08, 2005

Ég hef tímabundið sagt skilið við sæbjúgun og þanggeiturnar og hef í dag beint athygli minni að spendýrum, nánar tiltekið íslensku tófunni og ísbjörnum. Að burstaormunum ólöstuðum þá finnst mér þessi dýr bara mun áhugaverðari. Ég veit ekki hvort það er hryggurinn sem gerir gæfumuninn eða hvort þykki feldurinn og stóru augun heilli mig svona. Allavega af einhverjum ástæðum fann ég ekki jafn mikla þörf til að vafra um á netinu og síðustu daga, löngun sem mér tókst yfirleitt ekki að yfirstíga.

Engin ummæli: