föstudagur, desember 09, 2005

Ég og Hjördís fórum á Harry Potter í síðustu viku. Við og fullt af gelgjum. Nokkrum röðum fyrir framan okkur sat stelpugeljuhópur. Nokkrar gelgjustelpur bættust í hópinn og þá upphófst goggunarröðunin. "Sestu hérna hjá mér!" "Sestu hér" "Ætlaru ekki að sitja hérna?" "Nei ég ætla að setjast hjá þeim" "Geturu fært þig svo ég geti setið hjá henni?" Belja... Ég varð bara hræð yfir því að Hjördís hefði sest óbeðin hjá mér þannig að ég kvíslaði þakklát að henni "takk fyrir að setjast hjá mér". Og svo flissuðum við eins og tólf ára.
Þegar myndin byrjaði þá voru gelgjustelpurnar enn að rekja þá atburði sem gerst höfðu í lífi þeirra á meðan þær tróðust í nammiþvögunni. Þar sem ég er orðin kona þá man ég ekki alveg hvernig svona margt geti gerst þegar litlir líkamar yfirfullir af kynhormónum þrýstast saman í þvögu, þannig að ég var næstum því búin að kalla til þeirra að tala aðeins hærra því ég heyrði ekki alveg nógu vel hvað þær væru að segja þarna fyrir framan. En bara næstum því, ég náði að hafa hemil á mér.

Þegar myndin var búin tók sinn tíma að komast út því ekkert getur slæpst og hangsað og almennt þvælst fyrir öðru fólki heldur en hjörð af gelgjum. Við mjökuðumst út með gelgjustraumnum og heyrðum einn gelgjustrákinn tilkynna "þetta var ömurleg mynd" þegar gelgjuhópurinn hans sýndi engin viðbrögð heldur hélt áfram að gelgjast sín á milli þá sagði hann hærra "þetta var ömurleg mynd!" ennþá engin viðbrögð þannig að hann hélt áfram að segja þetta aftur og aftur. Loksins náðum við að komast úr gelgjuhafinu og "þetta er ömurleg mynd!" bergmálaði fyrir aftan okkur, ég fékk allt í einu yfirþyrmandi löngun til að vippa fram töfrasprotanum mínum snúa mér við og wham! allur hópurinn væri með heftiplástur fyrir munninum, ahhh... en nei ég greip bara í tómt. Hafði gleymt honum heima :/

Engin ummæli: