föstudagur, nóvember 25, 2005

Fór í badminton í kvöld og það er ekki hægt að neita því að leiktæknin fer batnandi, og yfir heildina þá spiluðu allir betur en síðasta föstudag. Kannski ég verði sæmileg í vor, eins og staðan er í dag þá get ég bara batnað...

Þegar ég kom heim þá mætti ég einni af 5 kisunum sem búa á annarri hæð, hún var nú bara ein á vappi. Engin systkyni og engin mamma. Hún er álíka mikið yndi og mamman svo ég klappaði henni aðeins. Þegar ég kom inn í stigaganginn þá sá ég að vinkona mín hafði laumast út, og tekið dót með sér. Kisukrúttið hafði dröslað stórum hnykli út um glugga og lá garn niður úr glugganum, yfir svalagólfið og svo niður allan stigan. Ég gekki aftur niður og fór að týna upp garnið, þegar ég var hálfnuð birtist litla krúttið og gladdist mjög yfir því að einhverjum öðrum en henni þætti garnið svona skemmtilegt. Ég náði að safna saman garninu undir gluggann með takamarkaðri aðstoð frá vinkonu minni, en eftir að hafa reynt einu sinni að koma garninu inn um gluggann sem endaði með því að kisa hékk á miðjum veggnum þá ákvað ég að skilja hana bara eftir undir glugganum í garnagleðinni.

Engin ummæli: