þriðjudagur, febrúar 08, 2005
Afrakstur 5 vikna puðs með tilheyrandi hrökkbrauðs og kotasæluáti er sá að ég hef lést um heil 800 gr og bumban minnkað um hálfan cm. Reyndar hafði viktin ekki haggast fyrr en í síðustu viku þegar ég allt í einu léttist um hálft kíló og tel ég hluta af þeirri þyngdarminnkun vera vegna þess að ég fór í klippingu þar síðasta laugardag. Konan sem sér um hópinn spurði mig hvað ég væri eiginlega að borða, eftir að ég hafði upplýst að ég hefði farið 5 sinnum í viku í ræktina síðan ég byrjaði (síðasta vika var undantekning, þar sem ég í leti minni og túrverkjum fór ekki nema þrisvar) Og horfði á mig efasemdar augum þegar ég lýsti því yfir að ég borðaði ekki nammi eða gos (nema þegar ég fer í bíó) Eftir þessar sorgarfréttir ákvað ég að nú yrði sko aldeilis gefið í, líkaminn skyldi láta eftir þessi fitukíló, hringdi í Jenný og skipaði henni að koma með mér í spinning tíma í dag, því að með þessu áframhaldi yrði ég heilt ár að ná af mér þessum 10 óvelkomnu kílóum. En ég neyddist svo til að aflýsa væntanlegri spinningferð (Jenný til mikillar gleði) því það er verkleg þroskunarfræði núna á eftir og svo þróunarfræði, þannig að ég verð ekki búin í skólanum fyrr en hálf sjö. Við ætlum samt að fara á tækin í kvöld, en það hefur svo sem ekki gefið góða raun hingað til. Þannig að núna verður maður að herða sig í skyr, hrökkbrauðs og kotasæluátinu, mæta aðeins fyrir bumbutímana og hlaupa og svo auðvitað að mæta í opna tíma þess á milli.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli