Þá er ég búin að setja inn nýjan myndalink og einnig gamla myndalinkinn. Á nýju myndasíðunni eru myndir frá gæsuninni hennar Jennýar og svo frá kindakvöldinu heima hjá mér á nýjárskvöld, það hefur því líklegast enginn gaman af því að skoða þessar myndir nema við kindurnar og mamma, mamma er alltaf voða spennt að skoða djamm-myndir hjá mér en svo virðist hún alltaf verða fyrir hálfgerðum vonbrigðum þegar þær eru ekkert djúsi, hún heldur örugglega að ég sé búin að taka í burtu brjósa og tippa myndirnar. En allavega þá er hægt að setja komment við myndirnar og svona sniðugt.
En hvað er að frétta af mér, jú skólinn byrjaður á fullu og ég skráði mig á bumbunámskeið hjá Hreyfingu. Er búin að vera gera hliðar saman hliðar og sveifla höndum í takt núna í tvær vikur. Jenný er á framhaldsbumbunámskeiði þannig að við förum saman þá daga sem ekki eru lokaðir tímar. Það kemur svo í ljós hvort þetta beri einhvern árángur. Mér finnst samt svo hallærislegt að maður er vigtaður í hverri viku en bumban er ekki mæld, þegar það er alltaf sagt við mann að stíga ekki á vigt þegar maður er að reyna grennast heldur mæla frekar bumbuna. Og auðvitað hafði ég ekki lést um eitt gramm í síðustu viku og konan sem sér um hópinn sagði í "þetta er ekki nógu gott"-tón, "við þurfum nú að lækka þessa tölu aðeins". Vigtun á morgun og ég hef örugglega þyngst ef eitthvað er eins og oft vill gerast þegar maður byrjar að hreyfa sig. Ætli þetta verði ekki líkamsræktar og megrunarblogg næstu vikur, ég biðst fyrirfram afsökunar á því.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli