Mig dreymdi í nótt að ég væri inn í búð að velja mér gallabuxur. Ég fann einar levis sem mig langaði í en fann bara einar og þær voru vídd 15 lengd 17. Ég andvarpaði yfir þessum helvítis barnastærðum sem eru í öllum búðum og gekk að afgreiðsluborðinu, þar sátu tvær þybbnar afgreiðslustúlkur, ég spurði hvort þær ættu þessar buxur í einhverri annarri stærð, önnur svaraði að þær væru til í vídd 14, hvort ég vildi prófa. Ég svaraði pirruð hvort ég liti út fyrir að passa í nr 14? og afhverju búð sem þættist selja föt á fullorðna væri bara með barnastærðir. Þær brostu stíft. Ég spurði hvaða númer af buxum þær notuðu. Stúlkurnar litu á hvor aðra og svöruðu svo í vandræðalegum ég er að ljúga-tón, "14..." "Þið notið ekkert nr 14!" hrópaði ég. "Víst..." "Stattu upp!" skipaði ég "Stattu upp og sýndu mér að þú passir í buxur nr 14!" heimtaði ég, veifandi buxunum, flóttalegar til augnanna neituðu þær að standa upp, vitandi að þá myndi ég sjá að þær gætu ekkert troðið sínum stóru lærum svo litlar buxur. Ég henti buxunum frá mér og strunsaði út.
Þetta hef ég upp úr því að lesa jóla-vogue.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli