þriðjudagur, desember 07, 2004

ég þoli ekki þegar ég er andvaka

núna ligg ég upp í rúmi og er að hugsa um að ég þarf að vakna eftir 5 tíma, 5 tíma svefn er ekki nóg fyrir mig. Þar með á ég eftir að vera þreitt á morgun sem gengur ekki því ég þarf að læra. Og að vera andvaka er svo mikil sóun á tíma, ég get ekki lært, allavega ekki þannig lærdóm sem ég þarf að vera stunda, þ.e. próflærdóm. Væri allt í lagi ef ég ætti eftir að henda einhverju upp í excel og svoleiðis dútlerí, en ég þarf ekki að gera neitt svoleiðis, ég þarf að læra um fluttning efna í plöntum, um ljóssækni, þyngdarsækni og -fælni, bláljósviðtaka, um fjöllitnun og vefjaræktun, þetta eru hlutir sem ég þarf að kunna fyrir föstudaginn. En ég er þreitt og þá gengur ekki að læra um svona hluti.

Hvernig gat þetta farið fram hjá mér, og ég þykist ætla verða líffræðingur. Bara búið að finna hobbita og allt saman, hvað verður næst? Við gerð næstu jarðganga koma heimkyni álfa og huldufólks í ljós, sprengt gat inní stásstofuna hjá einhverri álfafjölskyldunni.

Engin ummæli: