Er að reyna koma mér í prófgírinn, gengur erfiðlega þar sem ég er uppgefin eftir öll þessi verkefni. Skilaði síðasta verkefninu í gær og ætlaði svo að byrja að læra en það er eins og það hafi slokknað á einhverju. Undan farnar vikur hefur maður verið drifinn áfram af adrenalíni og stressi að gera verkefni með hinum og þessum, pressan að gera sinn hluta fyrir tiltekin dag, hittast þarna og setja allt saman, sem varð til þess að maður var að vinna langt fram á kvöld. En núna þá vantar pressu, fer í fyrsta prófið 10. des. og það er bara of langt þangað til, samt í rauninni ekki því ég hef ekkert getað lesið bækurnar mínar í vetur og þarf allan þann tíma sem ég fæ. Það bara vantar þennan andlega písk til að berja mig áfram. Er farin að óttast að ég sé ein af þessu fólki sem vinnur best undir pressu, ég vil ekkert vera þannig! En maður þarf greinilega að vera hlaðinn verkefnum til að koma einhverju í verk. Það gleymdist alveg að ala upp í mér sjálfsagann, jájá best að kenna bara mömmu um þetta, eitthvað misfarist í uppeldinu.
Og já ég og Katrín fengum 9,2 fyrir smokka og kolkrabbafyrirlesturinn okkar, er ekkert smá stolt, 10% af heildareinkuninni komin, vonandi að kennarinn verði jafn hrifinn af ritgerðinni sem var skrifuð samhliða.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli