*andvarp* Ég næ ekki að slaka á, það er svo mikið að gera hjá mér. Um leið og ég er búin með eitt verkefni þá verð ég að byrja á næsta. Helgin fór í að klára cephalopoda ritgerðina, jafnvel þegar ég tek mér pásur þá er heilinn á fullu, vantar off takka, þetta varð til þess að eftir að hafa horft á the negotiator á laugardaginn þá fékk ég hugljómun í sambandi við ritgerðina, en ég hafði fengið ritstíflu fyrr um kvöldið. Þannig að tæplega 3 um nóttina settist ég fyrir framan tölvuna og byrjaði að pikka, fékk aðra hugmynd, leitaði á netinu og áður en ég vissi af var klukkan orðin hálf sex. (bleh Sólveig Pétursdóttir í kastljósi, rosalega fer sú kona í mig..) Rúmlega níu vaknaði ég skyndilega muldrandi "kolkrabbar... aðrar tegundir... mimicry... setja mynd... finna heimild" var að teygja mig í tölvuna þegar ég sá hvað klukkan var, ákvað að leggja mig aðeins lengur og dreymdi kolkrabba til hádegis. Allur dagurinn fór svo í skrif og snurfuss. Seint um kvöldið var ég loksins búin, sendi Katrínu afraksturinn, hringdi í hana og bað hana að lesa yfir. (skil ekki þetta hjónaband í everybody loves raymond, hún er að henda honum út af baðherberginu því hann notaði svitalyktareyðinn hennar, hún henti honum því hún gat ekki hugsað sér að láta eitthvað sem hafði komist í snertingu við eiginmann hennar snerta sig, ég væri fyrir löngu búin að skilja við þessa kynköldu konu) Verkefni já, loksins gat ég farið að lesa grasafræðigreinina sem ég á að halda fyrirlestur um á morgun, við erum fjögur sem höldum fyrirlestur saman, ég, Freyja, Óskar og Uni (ok raymond fékk loksins að ríða eftir að hafa látið eftir baðherbergið og hann þurfti ekki einu sinni að grátbiðja um það, gott hjá honum... það sem sumt fólk lætur bjóða sér) Við þrjú (Uni sést aldrei) gáfumst upp á að reyna finna sameiginlegan tíma, skiptum niður greininni, ég átti að sjá um lokaorðin og setja þetta allt saman, eftir þennan glæsilega cephalopoda fyrirlestur fyrr í vikunni kom auðvitað ekki annað til greina. (raymond er að henda konunni út úr kjallaranum, skiljanlega þar sem þetta er eini staðurinn sem er ekki með pífum og dúlleríi og hann fær að vinna í friði, og hún er sármóðguð, vertu bara á hinum tveimur hæðunum belja) Óskar hafði reyndar boðist til þess að gera þetta bara, ég og Freyja svöruðum með frosnu brosi og seinna bað ég hann um að senda mér hans hluta ekki seinna en á sunnudaginn, vildi ekki fá þetta í dag. Svona höfum við litla trú á manninum. Allavega Óskar sendi mér sinn hluta á föstudagskvöldið... ég fékk ekki Freyju-hluta fyrr en kl 22 í gærkvöld og þá átti ég sjálf eftir að lesa helv. greinina og gera minn hluta, ekki hafði heyrst frá Una. (Raymond og frúin eru lent í vatnsslag inn á baðherbergi, hjá öllum venjulegum hjónum myndi þetta enda í ástríðufullum kossi og svo hot make-up sexi en ekki hjá þessum hjónum því henn finnst maðurinn sinn ógeðslegur, í staðin kallar hún á börnin og segir "we promise daddy won't spray you again" ojbarasta) Jájá... eini maðurinn sem hafði staðið sig í þessu verkefni var Óskar, ég bölvaði sjálfri mér fyrir að hafa verið svona kaldhæðin og leiðinleg við manninn, fékk það aldeilis í hausinn. Við hittumst svo í dag, ég og Freyja hlógum yfir því hvað við værum miklar efasemdarmanneskjur, ég endaði svo á því að hringja í Una, hann hafði ekki skoðað háskólapóstinn sinn, skil ekki fólk sem skoðar aldrei háskólapóstinn sinn.
Næst á dagskrá, bæta við músaskýrsluna, kennarinn sendi hana aftur við höfðum gleymt að greina helminginn af gögnunum... Rándýraskýrsla í vistfræði verður að bíða þar til á morgun, verð líka að laga aðeins cephalopoda-ritgerðina í pc-tölvunum niðrí skóla, nokkrar myndir sem sjást ekki. Og þá ætti þetta að vera búið og ég get loksin, loksins farið að læra fyrir þessi próf.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli