síðastliðnar tvær nætur er mig búið að dreyma kolkrabba, og nei þetta eru ekki martraðir, ég er að gera verkefni um cephalopoda í atferlisfræði og er þess vegna búin að vera þræða veraldravefinn í leit að greinum, myndum og vídjóum um kolkrabba og smokkfiska. Og í þessari leit minni hef ég komist að því að þessar sögur um sæskrímsli og risakolkrabba eru bara engin lygi, reyndar hefur ekki fundist kolkrabbi á stærð við skip ennþá (bara á stærð við lítinn bát) en hins vegar er stærsti smokkfiskur sem fundist hefur 18 metrar á lengd, mér finnst það soldið stórt sko...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli