fimmtudagur, desember 09, 2004
Ég gerði smá hlé á próflestri í gærkvöld og fór til Bryndísar, þar voru líffræðistelpur að borða smákökur og drekka gos og kakó og njóta þess að geta verið nördalegar í nördavinahópi og talað nördísku. Maður er orðið svo mikið nörd að eina fólkið sem maður getur umgengist nú orðið eru aðrir nördar, vonandi að ég nái að æfa upp mannamál um jólin þegar ég fer að selja áfengi. Ég finn bara hvernig ég er smátt og smátt að verða ómöguleg í tjáskiptum við ónörda.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli