mánudagur, janúar 03, 2005

Gleðiðlegt nýtt ár! Við kindurnar og Fjördís fögnuðum nýju ári með stæl á nýársdag, tókum tvo hringi af drykkjuleik Svenna, sem er bara geðveiki. Ulltum niður í bæ, held að ég hafi verið fulla kind kvöldsins. Var svo ónýt í gær, sem betur fer eru kindurnar snirtilegar svo það var ekki mikið að taka til áður en mamma kom heim.

Já ég var ein heima um jólin, mamma fór til Edinborgar og var hjá Bekku systur yfir hátíðarnar en ég var í fæði hjá Helgu frænku í millitíðinni. Og svo var bara vinna, vinna, vinna, þannig að í raun er jólafríið mitt að hefjast núna. Skólinn byrjar ekki hjá mér fyrr en næsta mánudag þannig að loksins get ég slakað á, maður er orðinn eitthvað svo langþreittur fyrst að klára öll þessi verkefni fyrir skólann svo var próflestur og beint eftir það vinna, það var auðvitað opið lengur en venjulega svo fólk yrði nú alveg örugglega ekki áfengislaust um jólin og áramótin. En núna loksins get ég slakað á og hugsað um ekki neitt. Er búin að horfa á lord of the rings í dag, ágætt að vera svona hugsunarlaus í smá tíma og hvíla heilann :)

Engin ummæli: