neih hvað er að gerast! er Herdís að blogga??? það getur aðeins þýtt eitt, hún á að vera læra undir próf!
jájá það er krossapróf í erfðafræði á mánudaginn. Brjálað að gera í skólanum, hef ekki tíma til að lesa því ég er alltaf annaðhvort í tíma, gera skýrslur eða verkefni. Og er ekkert að gera neina góða hluti í þeim... er dottin niður á stig meðalmennskunnar, greinilegt að einhverjar heilasellur fóru í verkfall eftir allt álagið í dýralækninum. Ef það er eitthvað sem mætti fara í verkfall eða bara hætta að starfa að eilífu þá er það stressgenið, genið sem hafði aldrei látið á sér kræla fyrr en í dýralækninum og núna hefur það svo sannarlega verið að bæta upp fyrir fjarveruna, geng núna stanslaust með hnút í maganum yfir eilífðar verkefnis og skýrsluskilum. Held að mamma hafi áhyggjur af mér sérstaklega þar sem matarmagnið sem fer ofaní mig minnkar stanslaust með tilheyrandi þyngdartapi. Annars er ég búin að vera einstaklega óheppin núna í haust, tíður gestur hjá læknum með einhver dularfull einkenni og kvilla sem engar skýringar finnast á og þess á milli er ég með flensu eða kvef. Er auk þess með tannafar á hægri upphandlegg, ágætis mót af tönnunum í Helenu. Nota bene þegar ég fór upp á slysó til að láta athuga bitið þá var ég send heim með 40 stiga hita og vírussýkingu, með þeim orðum að hafa ekki áhyggjur af bitinu.
Veskinu mínu var stolið á djamminu fyrir rúmum mánuði síðan þannig að ég er símalaus, var þar með fleygt aftur á síðustu öld með tilheyrandi sambandsleysi við umheiminn, sæta kindakippan mín farin og flotta veskið sem ég fékk í afmælisgjöf. Ég var ekki sátt, sé mest eftir kippunni og veskinu. Geiri ætlar að láta mig fá gamla símann sinn, þarf svo að fara og fá gamla númerið mitt aftur, þannig að fljótlega verð ég komin aftur í nútímann.
Ég þarf að fara kaupa sokkabuxur, er að fara í matarboð hjá Erlu, hún var að útskrifast, og já ég verð bílandi í kvöld er hætt að drekka í bili því það hefur ekkert verið skemmtilegt undanfarið, búin að gefast upp á öllu veseninu sem ég hef lent í eftir hvert djamm.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli