fimmtudagur, júlí 08, 2004

við erum búin að slá saman í 9 fm partýtjaldi þannig að ef það rignir í útilegunni þá er það bara allt í lagi... en það má ekki vera hvast þá fýkur partýtjaldið um koll. Reyndar var Atli mjög svarsýnn á notagildi partýtjaldsins því hann spáði því að Bjarni myndi snemma kvölds æla í tjaldið og þar með yrði það ónothæft, ég kom þá með þá uppástungu að færa tjaldið bara frá ælunni en þá kom Atli með það komment að ef hann þekkti Bjarna rétt þá myndi hann ekki bara æla í tjaldið heldur á það líka, mjög líklegast þegar hann væri á leiðinni út...

Einnig erum ég og Hugi búin að bæta aðeins á skandala-listann og ákváðum að gerast nokkuð djörf og skirfa hugsanleg höstl. Spádómar okkar voru reyndar nokkuð langsóttir en okkur fannst betra að hafa eitthvað á blaði ef ske kynni... þá gætum við eftir bent á listann góða og sagt "sko!" En ef ekkert gerist þá krotum við bara yfir...

Engin ummæli: