þriðjudagur, júní 15, 2004

ég er feitabollukind, mamma var að framkalla myndir frá heimsókninni til Bekku systur og þar voru meðal annars eðal myndir ef mér flatmagandi upp í sófa og upp í rúmi með spikið vellandi og undirhökuna út í loftið. Þannig að nú segi ég stopp, hingað og ekki lengra! Mér varð svo mikið um þessar feitabollumyndir að ég hentist bara strax á orbitrekkið um kvöldið og orbitrekkaði tvisvar í gær og í morgun, hins vegar megnaði ég ekki að orbitrekka áðan því ég sofanaði yfir þeim annars ágæta þætti brúðkaupsþættinum já og rétt vaknaði til að sjá sæta íshokkístráka bera einhvern pínubikar á milli sín hjá Jay Leno og núna er ég komin upp í rúm og er að fara halda áfram að sofa, en það verður sko orbitrekkað fyrir vinnu á morgun! Ég og Jenný erum búnar að lýsa yfir stríði við fitukílóin og hef ég sett markið á fimm kíló fyrir giftinguna hennar Jennýar en Jenný sjálf langar helst að losna við 7 kíló svo hún komist nú í brúðarkjólinn, við ætlum sko að vera langflottastar! og ég er búin að panta að sitja við hliðná sæta og skemmtilega stráknum (það verður örugglega einhver svoleiðis í veislunni, en hann verður lika að vera á lausu) Ég lenti samt illa í því í hádeginu í dag, salatbarinn var bara hálftómur svo ég neyddist til að fá mér feita kjötsúpu. Annars er afleysingakokkurinn alveg að gera ágætis hluti, þetta er einhver stelpa sem var að útskrifast og hún hefur aðeins meira hugmyndaflug heldur en venjulegi kokkurinn (sem hefur alls ekkert hugmyndaflug og finnst greinilega hundleiðinlegt að kokka en dreymir um að vera vörubílstjóri, án gríns hann var að fá meirapróf) ég meina hver blandar saman pasta og salsa sósu? jæja kannski krefst það viss hugmyndaflugs...

Engin ummæli: