miðvikudagur, júní 16, 2004

eins og við var að búast var allt kreisí í vinnunni eftir klukkan fjögur í dag. Skil ekki hvað það er með fólk og að missa sig bara í áfengisinnkaupum í hvert sinn sem það kemur frídagur í miðri viku, það er ekki einu sinni svona mikið að gera á föstudögum. En þegar svona stendur á þá fer maður ekki inn á lager að sækja eitt né neitt fyrr en tómt er í hillunni.
Pirringur 1:
Upp á síðkastið hefur fréttablaðið verið að auglýsa "besta kassavínið" og er það auðvitað rifið út. Það sem birgjarnir klikka samt alltaf á er að láta okkur vita fyrirfram af þessum auglýsingum svo að við gætum keypt inn eitthvað af birgðum og þeir klikka yfirleitt sjálfir á að eiga birgðir. Og svo er guntrum auglýst sem besta kassavínið, og við eigum kannski 8 box enda sáralítil hreyfing í því venjulega og þau auðvitað rjúka út enda besta kassavínið að sögn fréttablaðsins. Svo við pöntum inn meira, og ekkert er til hjá birgjanum og hann pantar að utan og svo loksins þegar vínið kemur í hús kannski viku eða meira seinna þá er æðið búið. Í millitíðinni skammast fólk í okkur fyrir að eiga þetta ekki til og er virkilega ekki að fatta að þetta sé bara auglýsing og alls ekki frá okkur komin, það var sko verið að "mæla með" víninu.
Og talandi um "besta" eitthvað. Fólk kemur alltaf og spyr "hvað er best af þessu?" "hvað er besta hvítvínið" "hvað er besta rauðvínið" eins og það sé bara eitthvað eitt af þessum 700 tegundum sem við höfum sem er best, en Magnús er kominn með svar við því, næst þegar hann verður spurður um besta rauðvínið þá ætlar hann að fara beinustu leið að fína skápnum og draga fram Gaja rauðvínsflöskuna sem kostar litlar 17 þúsund krónur. Þetta er besta rauðvínið.
Pirringur 2:
Afhverju er alltaf það eina sem fólk man úr þessum vínauglýsingum bara verðið, "ég er að leita að víni sem var verið að mæla með í fréttablaðinu held ég, eða kannski birtu.. í síðustu viku minnir mig" "já, og hvað heitir það" "... ég man það ekki en það kostaði 990 kr. var í fréttablaðinu eða birtu sko gæti líka hafa verið morgunsjónvarpið, held í síðustu viku, átti að vera ofsalega gott" Þá brosi ég freðnu brosi til þeirra og segi í gegnum tennurnar "það væri nú betra að muna nafnið en ekki verðið, þú mannst það bara næst"

Engin ummæli: