H | Hairy |
E | Earthy |
R | Rare |
D | Dangerous |
I | Intelligent |
S | Sensational |
Name Acronym Generator
From Go-Quiz.com
Annars var ég að koma úr gjafaleiðangri, ég og Erla fórum að kaupa gjafir fyrir Bryndísi og Jenný því að þær voru báðar að útskrifast í dag og til lukku með það kindurnar mínar! :) og svo skulduðum við Jenný afmælisgjöf. Hringdi í Jenný í morgun og truflaði hana við hársléttun, fyrst langaði hana ekki í neitt en svo náði ég bara að draga fullt upp úr henni. En svo þarf ég að fara gera mig til fyrir fyrstu útskriftarveisluna í dag, það er bara prógram sko. Á morgun held ég að ég neyðist til að fara í átvr viðeyjarferðina til að flýja vissan húsgest... ég ætlaði að nota tækifærið á meðan mamma væri í viðey og njóta þess að vera ein heima en þar sem það lítur út fyrir að ég verði ekkert ein heima þá er bara um að gera að skella sér í fjöruferð með fyrirmyndar fyrirtækinu. Þannig að ég verð bara bílandi í kvöld sem er allt í lagi þar sem ég er búin að vera dugleg í djamminu undanfarið. Nenni sko ekki að vera þunn í fjölskylduferð í viðey.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli