mikið að gera í dag... Addi kenndi mér myllu fyrir lengra komna sem er sko alls ekki fyrir amatöra, það eru fjórar stórar myllur í gangi í einu. Ég varð aðeins of upptekin af eigin velgengni og klókindum í spilamennsku þannig að Addi vann mig...
Í gær var ég eiginlega ekkert í vinnunni, fór til tannlæknis um morguninn og svo að skila umsókninni í háskólann svo ég mætti bara í vinnuna rétt fyrir hádegi, eftir hádegi vorum við nokkur send á inngöngu námskeið í vínfræðum og var það til klukkan fjögur. Á námskeiðinu var verið að fara í stefnu fyrirtækisins, vínflokkana og grunnatriðin í smökkun, Guðnýju fannst þetta ekkert allt of áhugavert en Svavar gaf henni vel valin olnbogaskot þegar hausinn hennar var farinn að halla mikið (hvort sem það var upp eða niður..) verst að hún sat í beinni sjónlínu við Skúla sem var að kenna okkur, grey Skúli. Svo smökkuðum við 4 vín og fengum svo prufumat með til að sjá hvernig ólík vín passa með ólíkum mat, sem sagt sleiktum sítrónu og smökkkuðum svo sýruríkt hvítvín, þá hvarf öll sýran úr hvítvíninu og ávöxturinn kom fram, svo gerðum við hið sama með sætara hvítvín og þá var hvítvínið bara beiskt og vont. Hins vegar ef maður boraðið melónu með sýruríka hvítvíninu þá varð það bara vont en hitt varð ennþá betra. Svo er bannað að borða egg og hráa tómmata með rauðvíni, það er bara ógeðslegt. Eins á maður ekki að drekka rauðvín með gráðaosti. Svavar var duglegur í smakkinu og þurfti sífelt að vera fylla á glösin hjá sér... Svo í lokin var bara próf! ekkert verið að minnast á það í byrjun, 10 krossar úr því sem hafði verið farið í og svo 10 krossar til að athuga hvort við vissum eitthvað um vín og til að finna talenta eins og Skúli orðaði það. Ég er greinilega talent því gáfumennið ég fékk auðvitað 10 ;)
Eins og ég minntist á þá fór ég til tannlæknis um morguninn, mér var svo illt í einum jaxlinum í síðustu viku eftir að hafa bitið í hart múslí og hugsaði með mér að það væri kannski best að láta kíkja á það. Tannlæknirinn skammaði mig fyrir að hafa ekki farið í skoðun í rúm fjögur ár... en annars voru tennurnar bara í fínu lagi miðað við allt, samt lítil hola í myndum svo ég þarf að fara aftur að láta laga hana og svo vill hún endilega skorufylla jaxlana mína og auðvitað fer ég í annan tíma fyrir það. Mér finnst endalaust hallærislegt að tennur séu ekki með sömu réttindi og aðrir líkamspartar, finnst að tannlæknaþjónusta ætti að vera innifalin í heilbrygðisbatteríinu, þeir gætu alveg sett það sem skilyrði að maður færi reglulega í skoðun annars yrði maður að borga fullt verð. Ég er líka að hugsa um að láta lýsa á mér tennurnar, er orðin þreitt á gula litnum, en það verður ekki gert fyrr en í sumar og þá get ég brosað með glimrandi colgate glampa.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli