sunnudagur, maí 23, 2004
kindurnar komu til mín í gær, eða þær kindur sem eru á landinu nema kusukind sem nennti ekki að koma... ok við vorum bara fjórar! Ég sötraði á mojito en helti malibú í stelpurnar, svo var ferðinni heitið niður í bæ og þar urðum ég og Jenny viðskila við Bryndísi og Erlu venga smá misskilnings ég meina sólonn/celtic hljómar mjög líkt... En við skemmtum okkur allar mjög vel þrátt fyrir það, hittum fullt af fullu fólki. Svo í enda kvöldsins var auðvitað farið á nonnabita, Jenný var þá orðin mjög vinaleg og var alltaf að knúsa mig, strákarnir fyrir aftan okkur í röðinni leist svo mjög vel á það þegar Jenný fór að tala um hvort ég ætlaði ekki bara að gista hjá henni, en þegar sófinn barst í tal sem gististaður þá heyrðist "neinei hún ætlar ekkert að sofa á sófanum..." Við skiptumst svo á skóm og gengum heim til Jennýar, það var aukaatriði að ég nota skó nr 41 og Jenný nr 37... Ég svaf svo vært á sófanum. Kisunum þeirra þær Skúffulíus og Fluga, fannst þessi næturgestur vera mjög forvitnilegur en samt ekki jafn sniðugur og opni glugginn fyrir ofan sófann sem var afskaplega spennandi og var bara vaðið yfir mann á skítugum loppunum. Hlynur dró okkur svo í þynkumáltíð á Tommaborgara, fínir borgarar með gamla laginu. Úff ég er bara að sofna hérna með tölvuna í fanginu... góða nótt zzZz...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli